Fullkomin stimpla-og skiltagerð
Boði stimplagerð á rætur að rekja til 1968 þegar Hreinn Pálsson stofnaði Gúmmístimplagerðina sf. sem síðar sameinaðist við fyrirtækið Roða. Árið 1986 keypti Sigurður Valgeirssonar fyrirtækið og nafnið breyttist í Boði sf. Seinna sama ár keypti Gunnar Sigurfinnsson fyrirtækið og rak sleitulaust þar til í október 2017 þegar Pmt (Plast miðar og tæki ehf) keyptu reksturinn.
Fyrirtækið er nú starfrækt í húsakynnum Pmt að Krókhálsi 1. Anna Margrét Sigurðardóttir, hönnuður / FÍT, sér nú um alla stimpla-og skiltagerð í sameinuðu fyrirtæki.
Það má því segja að það sé áratuga reynsla í gerð gúmmístimpla sem í dag eru laserskornir í fullkominni laserskurðarvél. Sami laser er jafnframt notaður til að skera út skilti, glös, leður og málma.
Colop - Reiner - Noris - Trodat
Boði hefur verið umboðsaðili Colop stimpla síðan 1986. Við erum sérstaklega stolt af því þar sem gæði Colop stimplana eru gríðarleg mikil enda í notkun í öllum helstu bönkum, stofnunum og fyrirtækjum landsins.
Reiner hefur verið leiðandi í gerð dagsetninga-og bókhaldsstimpla og Boði verið umboðsaðili fyrir þá í áratugi. Reiner stimplar eru í notkun í bókhaldsdeildum allra helstu fyrirtækja og bjóða í dag jafnframt uppá rafræna stimpla.
Boði er einnig söluaðili fyrir Noris blek en óhætt er að segja að þeir séu sérfræðingar þegar kemur að gerð bleks fyrir stimpla.

FÓLKIÐ Í BOÐA

Anna Margrét Sigurðardóttir, grafískur hönnuður / FÍT
Anna Margrét er búin að vinna í og við hönnun og prentun af öllu tagi frá unga aldri. Hún hannar og smíðar og sker út stimpla og skilti af öllu tagi. Skjóttu á hana tölvupósti ef þú hefur einhverjar spurningar.
Sími: 511-1400 Netfang: bodi@pmt.is

Ingibjörg Tómasdóttir, móttaka & sala
Inga er á fullu að svara símanum og sjá um verslunina og afgreiðslu hjá Boða og Pmt. Hún er þaulvön að taka á móti pöntunum á stimplum og skiltum. Það er mjög líklegt að hún geti hjálpað þér ef Anna Margrét er ekki við.
Sími: 567-8888 Netfang: afgreidsla@pmt.is

Helen Agnarsdóttir, sölufulltrúi
Helen hefur viðamikla reynslu í að taka á móti pöntunum á stimplum, skiltum, límmiðum og annarri rekstrarvöru enda verið sölufulltrúi hjá Pmt í áraraðir. Helen sá um flestar stimplapantanir hjá Pmt áður en Pmt festi kaup á Boða stimplagerð.
Sími: 567-8888 Netfang: helen@pmt.is

Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Oddur er menntaður tölvunarfræðingur og með MBA í viðskiptafræði. Ef allt annað þrýtur eða það þarf að taka einhverja skrýtna ákvörðun þá er hann sjálfsagt þrautalendingin.
Sími: 567-8888 Netfang: oddur@pmt.is