Odoo image and text block

Fullkomin stimpla-og skiltagerð 

Boði stimplagerð á rætur að rekja til 1968 þegar Hreinn Pálsson stofnaði Gúmmístimplagerðina sf. sem síðar sameinaðist við fyrirtækið Roða.  Árið 1986 keypti Sigurður Valgeirssonar fyrirtækið og nafnið breyttist í Boði sf.  Seinna sama ár keypti Gunnar Sigurfinnsson fyrirtækið og rak sleitulaust þar til í október 2017 þegar Pmt (Plast miðar og tæki ehf) keyptu reksturinn.

Fyrirtækið er nú starfrækt í húsakynnum Pmt að Krókhálsi 1.  Anna Margrét Sigurðardóttir, hönnuður / FÍT, sér nú um alla stimpla-og skiltagerð í sameinuðu fyrirtæki.

Það má því segja að það sé áratuga reynsla í gerð gúmmístimpla sem í dag eru laserskornir í fullkominni laserskurðarvél.  Sami laser er jafnframt notaður til að skera út skilti, glös, leður og málma.

Colop - Reiner - Noris - Trodat

Boði hefur verið umboðsaðili Colop stimpla síðan 1986.  Við erum sérstaklega stolt af því þar sem gæði Colop stimplana eru gríðarleg mikil enda í notkun í öllum helstu bönkum, stofnunum og fyrirtækjum landsins.

Reiner hefur verið leiðandi í gerð dagsetninga-og bókhaldsstimpla og Boði verið umboðsaðili fyrir þá í áratugi.  Reiner stimplar eru í notkun í bókhaldsdeildum allra helstu fyrirtækja og bjóða í dag jafnframt uppá rafræna stimpla.

Boði er einnig söluaðili fyrir Noris blek en óhætt er að segja að þeir séu sérfræðingar þegar kemur að gerð bleks fyrir stimpla.

Skoða stimpla

Odoo text and image block

FÓLKIÐ Í BOÐA

Anna Margrét Sigurðardóttir, grafískur hönnuður / FÍT

Anna Margrét er búin að vinna í og við hönnun og prentun af öllu tagi frá unga aldri. Hún hannar og smíðar og sker út stimpla og skilti af öllu tagi. Skjóttu á hana tölvupósti ef þú hefur einhverjar spurningar.

Sími:  511-1400   Netfang:  bodi@pmt.is

Ingibjörg Tómasdóttir, móttaka & sala

Inga er á fullu að svara símanum og sjá um verslunina og afgreiðslu hjá Boða og Pmt.  Hún er þaulvön að taka á móti pöntunum á stimplum og skiltum.  Það er mjög líklegt að hún geti hjálpað þér ef Anna Margrét er ekki við.

Sími:  567-8888   Netfang:  afgreidsla@pmt.is  

Helen Agnarsdóttir, sölufulltrúi

Helen hefur viðamikla reynslu í að taka á móti pöntunum á stimplum, skiltum, límmiðum og annarri rekstrarvöru enda verið sölufulltrúi hjá Pmt í áraraðir.  Helen sá um flestar stimplapantanir hjá Pmt áður en Pmt festi kaup á Boða stimplagerð.

Sími:  567-8888   Netfang:  helen@pmt.is


Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri

Oddur er menntaður tölvunarfræðingur og með MBA í viðskiptafræði.  Ef allt annað þrýtur eða það þarf að taka einhverja skrýtna ákvörðun þá er hann sjálfsagt þrautalendingin.

Sími:  567-8888   Netfang:  oddur@pmt.is