Plastpokablús

Pokagjald og plastpokabann

Nú um mánaðarmótin (1. september 2019) tekur gildi reglugerð sem skyldar allar verslanir að rukka viðskiptavini um gjald fyrir poka utan um vörur.  Það skiptir í raun engu úr hverju pokinn er gerður (plast, pappír, maís, o.s.frv.).  Við höfum verið spurð ýmissa spurninga, m.a. að því hvernig þetta virkar með vörur sem alla jafna eru seldar í lausu.  Hvernig er það t.d. ef maður mætir í verslun og ætlar að kaupa 30 skrúfur og kannski 5 mismunandi tegundir, en ef maður kaupir 20 grillkartöflur eða hreinlega ef einhver fer á nammibarinn.  Mega vera plastpokar inn í verslun þar sem vörur eru týndar í poka eða verða það að vera bréfpokar og verður að rukka fyrir þá?  Hvað með poka sem eru í hillum verslana?  Hvað með umhverfisvænu plastpokana?  Hér fyrir neðan reynum við að svara þessum og fleirum spurningum eftir bestu getu.

Það er að ýmsu að huga ef maður vill vera umhverfisvænn.  Eitt er að pokinn brotni niður án skaða fyrir umhverfið en svo skiptir t.d. framleiðsla pokans líka miklu máli.  Plastið verður til sem hliðarframleiðsla við olíuvinnslu án mikils kostnaðar.  Pappír þýðir að felld eru tré og lífbrjótanlegir pokar nota mikið ræktarland, sem annars væri hægt nýta til að rækta matvæli.  Framleiðsla pappírspoka og lífbrjótanlegra poka hefur því mun meiri áhrif á umhverfið en framleiðsla plastpoka.

Danska umhverfisstofnunin rannsakaði mjög vel árið 2017 hvað væri skynsamlegast að nota sem burðarpoka í verslunum.  Horft var til allra þátta við framleiðslu og notkunar burðarpoka í verslunum.  Það sem kom í ljós var að langflestir báru vörur heim í burðarpokanum og notuðu svo sem ruslapoka.  Niðurstaða rannsóknarinnar var að þegar öllu var á botninn hvolft þá var plastburðarpokinn lang umhverfisvænasti kosturinn og er því mælt með notkun hans í Danmörku.  En íslensk stjórnvöld hafa bannað notkun hans svo það er ekki valkostur.  Hvað er þá næstbest að nota?  Hér fyrir neðan er tafla yfir hversu oft þarf að nota pokann til að umhverfisáhrif verði jafnlítil og fyrir plastburðarpoka.

Gerð pokaHversu oft þarf að endurnota vegna loftlagsbreytingaHversu oft þarf að endurnota vegna heildar umhverfisáhrifa
Venjulegur LDPE plastburðarpoki0 (nota undir rusl)1 (nota svo undir rusl)
Margnota PP plastpoki (ekki ofinn)6 (enda með því að setja í endurvinnslu eða nota undir rusl)52 (enda með því að setja í endurvinnslu eða nota undir rusl)
Margnota PP plastpoki (ofinn)
5 (enda með því að setja í endurvinnslu eða nota undir rusl)
45 (enda með því að setja í endurvinnslu eða nota undir rusl)
Margnota PET plastpoki
8 (enda með því að setja í endurvinnslu eða nota undir rusl)
84 (enda með því að setja í endurvinnslu eða nota undir rusl)
Margnota Polyester plastpoki
5 (enda með því að setja í endurvinnslu eða nota undir rusl)
35 (enda með því að setja í endurvinnslu eða nota undir rusl)
Lífbrjótanlegur poki (biopolymer)0 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)52 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
Óbleiktur pappír (unbleached paper)0 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
43 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
Bleiktur pappír (bleached paper)
1 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
43 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
Lífrænn Cotton taupoki (organic cotton)149 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
20000 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
Venjulegur Cotton taupoki (conventional cotton)52 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
7100 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
Samsettur poki, t.d. blanda úr t.d. textíl og plasti (composite)23 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)
870 (nota svo undir rusl eða í safnhaug)

Skýrslu Danska Umhverfisráðuneytisins má finna hér. 

(Athugið að samantekt á ensku byrjar á bls. 13)