Ný heimasíða Pmt

Öflug vefverslun

Við erum búin að uppfæra heimasíðuna okkar. Nú eru velflestar vörur okkar komnar í vefverslunina og því miklu meira úrval á netinu. En þar sem þetta er alveg nýtt kerfi sem við erum að flytja okkur í þá verðið þið að stofna nýjan aðgang.

Við erum í óða önn að setja inn viðskiptakjör okkar viðskiptamanna svo að sömu verð og greiðslukjör birtist hvort heldur sem verslað er á netinu eða haft samband við okkur.  Þetta mun taka einhvern tíma en endilega verið í sambandi ef þið eruð óþreyjufull.

Í framtíðinni munu einnig sérprentaðir miðar og límbönd birtast á vefnum en verða eingöngu sýnileg þeim sem prentað er fyrir.