Burðarpokar úr plasti

umhverfisvænasta lausnin í verslanir

Odoo image and text block

Burðarpokar enda sem ruslapokar

Það þarf að nota pappírspoka 40 sinnum til að hann sé betri fyrir umhverfið heldur en venjulegur plastpoki.  Þetta er samkvæmt rannsókn sem Danska umhverfisstofnunin (Danish Environmental Protection Agency) hefur framkvæmt. Út frá umhverfissjónarmiðum þá er burðarpoki úr plasti besta lausnin.

„Gleymið tauburðarpokum og „biodegradable“ plastpokum. Venjulegir plastburðarpokar er besta valið.“ – segir Danska Umhverfisstofnunin í fréttatilkynningu sinni. Ástæðan er sú að pappírspokar eru sjaldan endurunnir eða notaðir sem ruslapokar því þeir rifna.

Rannsóknin sýnir að það þarf að endurnýta pappírspokann 43 sinnum ef hann á að skilja eftir sig minna umhverfisspor en plastpoki sem er notaður einu sinni. Fyrir taupoka (cotton) er talan 7.100 sinnum og lífrænt cotton 20.000 sinnum.

Hér fyrir neðan sést hversu oft þarf að nota mismunandi poka til að þeir hafi minna umhverfisspor en venjulegur plastburðarpoki. Ástæðan er sú að plastburðarpoki er aðeins notaður einu sinni og endar síðan sem ruslapoki.

Venjulegur plastpoki, 1 sinni
Pappírspoki, ca.40 sinnum
Bio plastpoki, ca.40 sinnum
Taupoki, ca. 7.000 – 20.000 sinnum                                        Hægt er að lesa rannsóknina hér.